mánudagur, febrúar 14, 2005

The Valentines day :)

Já til hamingju með daginn þið sem haldið upp á hann. Það geri ég allavegna :) Fékk sendan risa blómvönd og vasa í vinnuna í dag, semsagt ánægð með minn mann :) Skil ekki þessa þversku í sumum íslendingum að vilja ekki halda upp á þennan dag!! Jújú við erum reyndar með okkar daga, þ.e. bónda- og konudag en það er ekki dagur sem fólkið á saman. Reyndar heyrði ég á Bylgjunni í dag að Sumardagurinn fyrsti væri dagur elskenda hér á Íslandi, en ég sver það að ég hef bara aldrei heyrt það! Þetta var alltaf dagur barnanna þegar ég var yngri?! En það hafa kannski bara verið mínir foreldrar sem fundu það upp :) Ég fékk allavegna alltaf svaka fínar sumargjafir þegar ég var krakki! En já, ég styð Valentínusardaginn!!

Helgin var fín, árshátíðin var á laugardagskvöldið á Hótel Selfossi og tókst bara vel til. Að vísu var svolítið um forföll þar sem flensan herjar enn á mannskapinn! Á sunnudaginn fórum við mamma svo í bæinn, tókum Ikea í nefið, Smáralindina og enduðum svo í Blómaval. Aldeilis fínn rúntur hjá okkur. Keypti þetta fína sódastream tæki, þar sem ég er nú alveg komin með æði fyrir sódavatni. Miklu sniðugra að kaupa tæki heldur en að vera að versla þetta alltaf dýrum dómi út úr búð! En já, mamma fór svo austur í gærkvöldi, ekki gaman. Það er svo notalegt að hafa hana :) vildi bara að þau flyttu hingað suður!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home