föstudagur, febrúar 25, 2005

Yndislegur dagur

Svo bjartur og fallegur, alveg spegilsléttur sjórinn, sól skín í heiði og vor í loftinu :) svona á þetta að vera.
Ég ætla að hafa það voða gott um helgina, á morgun er það Bláa lónið (vonandi heldur veðrið sér svona). Ohh hlakka til að baða mig og skrúbba upp úr psoriasis flögunum, maður verður svo mjúkur og fínn á eftir. Heimir er svo búin að panta nudd handa mér á sunnudaginn þannig að þetta verður mjög afslappandi helgi hjá mér :o)

Idol í kvöld og ég er mjög spennt. Held samt að það sé nokkuð ljóst að Lísa detti út núna, þó veit maður aldrei.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home