þriðjudagur, mars 22, 2005

Allt gott...

af mér/okkur að frétta, helgin var fín og mikið etið í þessum tveimur fermingarveislum sem við fórum í :) voða gott!!
Mamma og pabbi komu í gærkvöldi, æðislegt að þau skuli vera komin. Ætlum að renna upp í íbúð í dag og skoða. Pabbi hefur aldrei séð hana og mamma bara einu sinni og þá var í rauninni ekkert búið að gera. Ég bíð spennt eftir að vita hvort mikið hafi breyst á þessari einu viku síðan við vorum þarna síðast að sniglast :)

Það var æðislegt í sónarnum á föstudeginum :) Allt lítur eðlilega út, barnið með tvær hendur, tvo fætur, með eitt hjarta, einn maga, tvö nýru og allt eins og það á að vera. Sniðugt að sjá það núna því það er orðið 25 cm og 250 gr. en síðast var það svo lítið :) OG við fengum að vita kynið!!!!!!!! :) (Guði sé lof því annars lægi ég sjáfsagt enn á bekknum þarna, því ég ætlaði mér jú að fá að vita!!) En það verður nú ekki tilkynnt hér og fær enginn að vita fyrr en að fæðingu þess kemur. Var seinkað um 1 dag, og er semsagt sett 4. ágúst. Hef það nú samt á tilfinningunni að það komi í kringum 10. en það er aldrei að vita!
Jæja komið hádegi, og ég ætla að fara að fá mér nýtt brauð með lifrakæfu og mjólk!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home