föstudagur, mars 04, 2005

Bío...

Já við fórum í bío í gær á The Aviation, Guð almáttugur hvað myndin er leiðinleg!! Eina gott um hana að segja er leikur þeirra Leonardo og Katie Blanchett (eða hvað hún nú heitir). Það var það eina sem að gladdi mig í þessari blessuðu mynd. Og ekki nóg með það heldur var hún í heila ÞRJÁ klukkutíma (var orðin dofin frá mitti og niður). Enda var rétt liðinn hálftími af myndinni þegar ég byrjaði að dæsa og hvísla að Heimi hvað þetta væri nú léleg mynd!! Úff úff... ég gat þó aðeins lagt mig rétt fyrir hlé :)
En í alvöru talað þá hefur mér ekki leiðst svona síðan ég fór á Matrix í Ameriku!! Þar gafst ég upp eftir korter og labbaði heim... það var ekki einu sinni hægt að leggja sig yfir henni!! Ojjjj....

Idolið í kvöld og ég er að deyja úr spenning :) oohh þetta verður skemmtilegt! Líst mjög vel á Björn Jörund þarna, hann er svo helv. fyndinn. En hugsa að Heiða detti út! Sjáum það í kvöld.

En ég er að fara í mæðraskoðun núna kl. 14 :) vonandi allt í lagi með bæði bumbubúann og mig. Svo eru það akkúrat 2 vikur í 20 vikna sónarinn... guð það verður spennandi =)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home