mánudagur, mars 14, 2005

Brrrr...

Það er gaddur í dag... shiiiittttt, það er kalt! En samt svo óskaplega fallegt veður, þetta týpíska gluggaveður. En þá er líka bara nice að geta setið inni í hlýjunni á meðan að bílstjórarnir hér í fyrirtækinu koma inn með reglubundnu millibili alveg krókloppnir á höndunum. Brrr...

Helgin var góð og róleg með eindæmum. Það varð þó lítið um að sofa út, var vöknuð kl. hálf 8 á laugardagsmorgun og hálf 9 á sunnudag. (Það er svona þegar maður er alltaf í spreng!!) Ætli undirmeðvitundin sé ekki bara að undirbúa komandi morgna :) gæti verið. Það er samt voða fínt að taka daginn svona snemma, Heimir fór í bakaríið og við átum svaka fínann morgunverð með linsoðnum eggjum og tilheyrandi :)

En jiii það eru bara að koma Páskar!! Ótrúlegt, bara eftir eina og hálfa viku = 7 vinnudagar! :) En reyndar finnst mér mjög fínt að hafa þá svona snemma, því mér hefur yfirleitt leiðst marsmánuður, mér hefur alltaf fundist hann svo langur og lengi að líða. Mamma og pabbi koma þessa Páskana, koma eftir viku og verða alveg í heila viku :) Æðislegt! Munum án efa gera eitthvað skemmtilegt, og meðal annars er Bláa lónið á dagskrá.
En þar sem við förum ekki austur um Páskana ætlum við að taka fyrstu vikuna í maí, bruna þá austur og dvelja í viku. Það verður fínt :)

4 dagar í "að-vita-kynið" Guððð ég er svo spennt að ég er að deyja!! En það er ég svo viss um að barnið láti það ekki í ljós... bara svona til að skaprauna verðandi foreldrum!! En ég gef mig ekki, skal láta ykkur vita af því að ég stend ekki upp úr bekknum fyrr en þetta er komið í ljós!! :) Skulum hafa það á hreinu. Samt eru svo fyndin viðbrögð hjá fólki þegar maður segist ætla að fá að vita kynið. Sumir verða rosa hissa, en aðrir segja strax: "já auðvitað... ÞÚ ert náttúrulega svo forvitin og getur ekki beðið!!" En það er bara ekkert rétt... ég vil fá að vita svo ég geti prjónað í réttum litum og undirbúið þetta :) og svo er ekki eins og ég ráði þessu neitt ein, sem betur fer vill Heimir líka fá að vita. Það hlýtur því eiginlega bara að vera hann sem er svo forvitinn... eða við skulum segja það :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home