föstudagur, mars 11, 2005

Fórum í bío í gær... byrjuðum reyndar á Pizza 67 (hef ekki borðað þar í langan tíma) og fórum svo á Million dollar baby. Guuuððð, þetta er BARA góð mynd. Þetta er engin klúta mynd, nei þetta er sko laka mynd. Jiii ég grét svo mikið. Hélt reyndar að þetta væri ekki skemmtileg mynd og Heimir var ekki alveg að kaupa hana, en Heiða mælti með henni og hún klikkaði ekki :) Finnst ekkert skrítið að hún skildi hirða þá óskara sem hún fékk, átti það alveg skilið!

Var að kaupa mér nýju Air storm Pegasus skóna frá Nike. (Þar sem að ég hleyp nú svo mikið :)) Jiii þeir eru svo flottir! Nú er mér sem sagt ekkert að vanbúnaði að drífa mig út í göngutúr, og ætla ég meira að segja að vígja þá strax eftir vinnu :)

En jæja það er lokaþáttur Idol í kvöld, og ég er SPENNT :) Go Hildur Vala!! Hún hlýtur að taka þetta. En ætli það sé líf eftir Idol? Nei ég bara spyr... hvað á maður nú að gera á föstudagskvöldum?
Það er komin helgi!! Var svo hryllilega þreytt eitthvað í morgun að ég var ekki að meika það að fara á fætur... en það var guðdómlegt að hugsa til þess að við getum sofið út á morgun, ahhh... :) Hafið það gott!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home