mánudagur, mars 28, 2005

Gleðilega Páska

Vonandi höfðu þið það eins gott og ég þessa Páska, þeir liðu bara alltof hratt. Verð nú að segja að ég er ekki alveg tilbúin að mæta í vinnuna í fyrramálið... ohhh. En maður er nú alltaf latur til að byrja með eftir svona gott frí, og svo verður maður bara feginn eftir ca. 2 daga þegar lífið er komið í samt horf. En þetta er stutt vinnuvika, bara 4 dagar :)

Það er búið að vera æðislegt að hafa mömmu og pabba í heila viku, en þau fóru í morgun. Alltaf jafn leiðinlegt þegar þau fara. En við sjáumst þó fljótlega aftur, því við ætlum austur fyrstu vikuna í maí :) hlakka til.
Á miðvikudeginum fórum við að borða á Hafinu bláa . Það var gjöf til mömmu og pabba en þau áttu 30 ára brúðkaupsafmæli á gamlársdag. Það var auðvitað æði... jii það er svo góður maturinn þarna. Fékk mér sjávarréttasúpu í forrétt og svo auðvitað humar í aðalrétt :) Já Jóhanna sjávarréttasúpu :) bað samt stúlkuna vinsamlegast að hafa ekki mikið af gumsi og enga kræklinga eða neitt þannig, og það blessaðist svona líka vel.
Má eiginlega segja að Páskarnir hafa liðið í faðmi fjölskyldunnar og við mikið át. Borðuðum dýrindismáltíðir á hverju kvöldi. Skírdegi eyddum við mamma í Smáralindinni við búðarráp. Keyptum nokkrar samfellur á litlu manneskjuna, en auðvitað bara í hvítu :) Mamma bauðst nú til að fara í aðra búð meðan ég keypti rétta litinn, en ég sá hana alveg fyrir mér hlaupa í næstu búð og liggja svo á gæjum :) Þekki nú alveg mína móður!! :)
Á föstudeginum langa keyrðum við upp á Þingvelli, og komum við í bústaðnum.
Á laugardeginum fórum við í meira búðarráp, kíktum í Ikea og Kringluna.
Og í gær, Páskadag, tókum við rúnt upp í Sólheima í Grímsnesi :) Alltaf jafn gaman að koma þangað. Mér finnst það alveg himneskur staður. Var nú að líta eftir henni Ölfu minni, en hún var ekki sjáanleg. Hún hefur kannski bara verið í helgarleyfi :)

Sem sagt búið að vera fínn tími! Nú erum við skötuhjú búin að vera heima í allan dag og hafa það svakalega gott. Er að klára að horfa á Kaldaljós (svakalega góð mynd) og ætla mér svo að fara snemma í bólið svo ég verði hress á morgun.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home