mánudagur, mars 07, 2005

Ó Guð almáttugur, hvað ég er komin með mikla leið á þessu máli!! Þetta er nú meiri vitleysan!!

Helgin góð, eins og flest allar helgar hjá mér :) Vorum vöknuð fyrir allann aldur á laugardagsmorguninn (upp úr 8... best að fara að venja sig við strax :)) og byrjuðum daginn á því að fá okkur morgunverð í bakaríinu uppi á Höfða. Dúlluðumst svo í Húsgagnahöllinni og Fífu í nokkra stund og brunuðum svo í Smáralindina.
Fórum í bío, sáum Hitch!! Frábær mynd... hún var jafn góð og hin myndin var léleg :) aldeilis hægt að hlægja. Hann er bara alveg brilljant leikarinn sem að leikur í The king of Queens, þessi feiti :) yndislegur. Mæli með henni.
Gærdagurinn var rólegur, fór aðallega í tiltekt og að slappa af, mjög gott.
En jæja, klukkan að verða fimm og ég búin í vinnunni, stefnan tekin á Bónus og svo er það heimatilbúin pizza í kvöld :)
Bæjó!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home