miðvikudagur, mars 02, 2005

- Helgin -

Ég kem vel undan þessari rólegu og afslappandi helgi. (Svona líka vel að ég er ekki ennþá farin að nenna að blogga :)) Við fórum í Bláa lónið á laugardeginum og dúlluðum okkur þar í 2 tíma, algjör draumur. Komum við í bakaríi á leiðinni út úr bænum og keyptum okkur nesti :) eftir "baðferðina" keyrðum við og kíktum á Reykjanesvitann og gerðum að sjálfsögðu picknic þar að hætti heimilisfólksins í Gauksmýri 4. Skoðuðum svo staðinn þar sem Heimsáflurnar tvær mætast og gengum yfir brúna :) Enduðum síðan þetta fína ferðalag á því að keyra Sandgerði, Garð, Keflavík og Njarðvík! Voða gaman.
Á sunnudeginum fór ég svo í nuddið sem Heimir var búinn að panta handa mér. Nema hvað þetta var nú ekki "nudd" í þeirri merkingu sem ég legg í orðið, heldur var þetta svona Höfuðbeina- og spjaldhryggs dæmi. Voða gott, en skrítið, eða svona öðruvísi. Er samt búin að ákveða að prufa þetta aftur. Athuga hvort ég finni þá meiri mun á mér.

Dreymdi í nótt að ég væri búin að eignast strák :) og hann var svona líka yndislegur, svaf bara og vaknaði til að drekka. Ekkert vesen! Það er vonandi að það gangi eftir :) og spennandi að vita svo hvort kynið það verður, því mig er bara búið að dreyma litla stráka.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home