fimmtudagur, mars 17, 2005

Veðrið...

er ekki að gera sig þennan daginn. Ég sem hélt að það væri bara að koma vor, en nei þá skellur hann á með kulda, snjókomu og stormi!! Ojbarasta!!

En jæja, MA vann Gettu betur í gærkvöldi. Mér var eiginlega sama hverjir myndu vinna, Verslingar eru jú eins og þeir eru og Akureyringar eins og þeir eru (snobbaðir og montnir!!) En af tvennu illu hefði ég samt viljað sjá Verslingana vinna þetta, Akureyringar mega ekki við þessu - egóið hlýtur að springa núna! En það verður kannski bara ágætt að sjá þá tapa fyrir Borgó :) eða við skulum rétt vona að þeir vinni næsta miðvikudag! Hvað var annars málið með hárið á þessum á endanum hjá MA?! Skiptingin var bara hjá eyranu og svo teygt yfir allann hausinn!! Jesús... er ekki að ná þessari hártísku hjá karlpeningnum! Yrði brjáluð ef Heimir tæki upp á því að fara að safna hári einn daginn... ég held ekki!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home