miðvikudagur, apríl 13, 2005

Íbúðin

er bara tilbúin að mínu mati :) Búið að leggja parketið, allar innihurðar komnar upp og þegar við komum var píparinn að setja upp klósettið og laga til á baðherberginu. Þar voru komnar upp innréttingarnar og vaskur og allt!! Jesús hvað þetta er gaman :) Flísarnar voru að vísu ekki komnar á anddyrið og ekki skápshurðirnar á alla skápana, en að öðru leyti finnst mér hún bara vera tilbúin :) En það er svo sjálfsagt allt fullt af litlum atriðum sem eftir er að ganga frá og ég ekki sé.

Ég var bara nokkuð sátt við úrslitin í Amazing Race... hélt með þeim sem unnu og hinu parinu, Kris og Jon sem lentu í öðru sæti. Var hinsvegar ekkert voða hrifin af "smáfólkinu" fannst þau leiðinleg!

Annars á hún Jóhanna bekkjarsystir mín afmæli í dag, til lukku mín kæra :) Held reyndar að hún sé stödd á Ítalíu núna... ohh væri ljúft að vera að spóka sig um þar.
E.R. í kvöld :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home