fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt sumar

og takk fyrir veturinn. Veðrið búið að vera fínt þennan fyrsta dag sumars. Tókum daginn bara nokkuð snemma og byrjuðum á að næra okkur í bakaríinu uppi á Höfða, fórum svo í Krónuna og rúntuðum um borgina og fengum okkur ís :) aldeilis fínn dagur.

Kláraði loksins barnateppið sem ég er búin að vera með á prjónunum ansi lengi, og nú var ég að byrja á peysu í réttum lit :) Finnst alveg óskaplega gaman að vera að prjóna svona því ég veit að þetta er handa mér, handa mínu barni. Hef prjónað alveg ógrinni af barnafötum í gegnum tíðina en hef alltaf gefið þau. Þetta er því alveg nýtt fyrir mér :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home