miðvikudagur, apríl 06, 2005

Gærkvöldið

var voða skemmtilegt hjá okkur Júlíu Rós :) Sérrétturinn stóð fyrir sínu, djúpsteiktur mozarella ostur í forrétt og Chicken Fingers í aðalrétt. Svakalega gott! Gaf ungunum hennar Nike peysur, og móðir þeirra klikkar ekki frekar en fyrri daginn... hér er mynd af þeim. Gasalega fín :) Takk fyrir kvöldið Júlía mín.

Annars er ég ekki glöð... ER ekki á dagskrá í kvöld, og afhverju... jú vegna handboltaleik kvenna!! Af öllu! Og það er sko ekki gaman að horfa á kvenmenn í boltaleikjum, hvorki fótbolta né handbolta, þær eru svo vitamáttlausar greyin... en ég finn mér þá bara eitthvað annað til dundurs í kvöld.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home