þriðjudagur, apríl 19, 2005

Nýr páfi

Benedikt páfi XVI (Ratzinger) er nýji páfinn og þessi elska er 78 ára gamall, algjör snúlla. Ekki nóg með það, heldur er hann landi minn :) plús hann á sama afmælisdag og mamma, 16. apríl!! Er alveg með það á hreinu að hann er frændi minn :) En hvað er málið með aldurinn, hann á kannski bara 10-15 ár eftir!! Ótrúlegt!! Elsku kallinn...

Helgin var fín, fórum í bío á föstudeginum, á Sahara :) frábær mynd.
Á laugardeginum kíktum við til Sunnu og Hjartar, en það var búið að vera á dagskrá lengi :) Voða gaman að sjá Dag Þór, hann er svo mikil rófa. Fórum svo í Bónus þarna í Grafarvoginum og get ekki annað sagt en að það sé alveg brilljant Bónus búð! Aldeilis flott að hafa hana svona nálægt sér :) (þ.e.a.s. í júní).
Tókum sunnudaginn með ró og spekt, fórum í geymsluna og tókum aðeins til í henni. Nú er hún gasalega fín og tekur vel á móti kössunum sem ég er búin að pakka í :)

Annars er það vinna á morgun og svo dagsfrí... vííííí :) æðislegt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home