mánudagur, apríl 04, 2005

Árshátíð

Um helgina var árshátíð hjá vinnunni hans Heimis. Mjög gaman! Hún var haldin á Hótel Heklu að Brjánsstöðum. Á laugardagsmorgninum var byrjað með jeppaferð inn í Þórsmörk, sem var alveg geggjað því við höfðum hvorugt komið þangað. Ekki leist okkur beint á veðrið svona í upphafi ferðarinnar en þegar við komum í Þórsmörk reif sólin sig fram og skein allann daginn. Óskaplega fallegt þarna og voða jólalegt því það var auðvitað snjór yfir öllu :) Svo var grillað þarna ofan í mannskapinn og keyrt um og þegar líða tók á daginn var brunað heim á Hótel. Þar var svo borðað og drukkið fram eftir nóttu, mikið stuð :) Sunnudaginn tókum við skötuhjú snemma og fórum í morgunmat um 9 leytið og fengum okkur svo göngutúr þarna um svæðið. Það var svo kyrrt og hljótt, maður heyrði ekki í neinni umferð... ohhh draumur. Ég rumskaði þarna einhvern tímann um nóttina og heyrði bara kvak í gæsum :) æðislegt!

Í gær eftir að við komum heim fórum við í húsgagnaleit. Er búin að vera að leita að einhverjum almennilegum náttborðum síðan að ég flutti hingað til Reykjavíkur. Ikea náttborðin eru ekki alveg að gera sig því þau eru svo lág, og rúmið mitt er svo hátt að þau virka bara eins og krækiber í helvíti. En djöf... verð er á þessu!!! Fórum í nokkrar búðir og þar kostuðu borðin bara á bilinu 40-80 þúsund!! Jesús og það bara eitt borð!! Eftir 2ja klukkutíma leit fundum við að lokum voða fín hvít borð í Míru (sem voru á viðráðanlegu verði). Þannig að núna er ég agalega ánægð :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home