fimmtudagur, apríl 28, 2005

Södd og sæl

Var að koma heim, var úti að borða á Ítalíu með þeim systrum Júlíu Rós og Kristjönu. Alltaf jafn gott að borða þarna og alltaf sama stuðið hjá okkur, margt og mikið rætt. Júlía Rós færði mér gjöf (eða barninu) bókina Halló heimur, hér er ég, sem er dagbók barnsins. Ekkert smá flott!! Þetta spannar alveg frá fæðingu til 5 ára aldurs. Jiii þetta er svo skemmtilegt. Það er einmitt til svona bók sem mamma fyllti út þegar ég var barn... finnst alveg frábært að skoða hana :) En ég gat auðvitað ekki beðið og er þegar búin að fylla út það sem ég get í bókinni, eins og ættartréð og svoleiðis :) nema hvað ég setti auðvitað ekki nafn barnsins (þó það sé nú reyndar ákveðið). Þetta er fyrsta gjöfin sem við fáum handa barninu og þykir mér óskaplega vænt um þetta, þúsund þakkir elsku Júlía Rós og Hermann!! :)

En jæja, ætla að fara að koma mér í bælið... er að fara að lesa yfir skólaverkefni hjá Heiðu.
Góða nótt!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home