miðvikudagur, apríl 27, 2005

Sumarið byrjar vel hjá mér... með bloggleti, hmmm :)

En það er allt gott að frétta, ég er að fara austur núna á föstudagskvöld og Heimir kemur keyrandi á þriðjudag eða miðvikudag. Ohh það verður æði að fara heim og slappa af, hlakka mikið til! Við ætlum svo að keyra aftur suður á sunnudag þannig að þetta verður hið fínasta frí hjá mér!! Ætla mér að gera ýmislegt, fara í klippingu, til tannlæknis og í sónar svo eitthvað sé nefnt :)

Síðasta helgi var fín. Við héldum smá útskriftarteiti á laugardagskvöldinu, þar sem drengurinn útskrifaðist nú með láði :) Það var voða gaman. Á sunnudeginum tókum við okkur rúnt, keyrðum á Flúðir, kíktum á Geysi, fórum á Laugarvatn og enduðum hringinn við Þingvallavatn. Aldeilis flott!!

Annars er ég alveg sjúk þessa dagana í sjeik... og það engann venjulegan sjeik. Nei sá besti sem til er, er í Hamborgarabúllunni!! Ég er að segja ykkur það... hann er bara ÆÐI! Verst að það er bara ein stærð í boði og mér finnst hún ekki alveg nógu stór :) Gæti alveg torgað þremur! Jammí!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home