fimmtudagur, maí 26, 2005

Þá gef ég mér loksins tíma til að blogga...

búið að vera brjálað að gera alla vikuna, bæði í vinnunni og í lífinu sjálfu. Það sem ber hæst á góma er auðvitað nýji bíllinn minn :) Ohhh hann er æði!! Er búin að finna hið fínasta nafn, nema Heimir er eitthvað ekki sáttur með það... ég kalla hann Oddu mína :) Aldeilis fínt nafn og hlusta því ekkert á hann! Gekk betur að finna nafn á barnið en bíllinn :) hmmm... hvað segir það okkur?! En við vorum komin með nöfn á bæði kynin áður en við fengum að vita hvort það var og vorum alveg rosalega sammála, ekkert vandamál þar :)

Líana Manda, Udo og vinafólk þeirra voru að koma í dag. Voða gaman... Fékk mitt uppáhald frá Deutschlandinu, fleisch-salat, teewurst, svart sýróp og glænýja heimalagaða jarðarberjasultu :) Þannig að það er bara veisla hjá mér!!

Fæðingarfræðslunni er lokið. Við erum semsagt útskrifuð :) Eyddum bæði laugardegi og sunnudegi í þetta. En þetta er búið að vera skemmtilegt og fræðandi. Við fórum og skoðuðum fæðingardeildina og Hreiðrið og fengum að vita hvernig við ættum að bera okkur að þegar að þessarri stund kæmi. Mjög gott að vera búin að sjá staðinn og svona svo maður verði nú ekki alveg eins og álfur. En ég get ekki annað en mælt með þessu fyrir fólk með fyrsta barn... og líka ef fólk er kvíðið fyrir fæðingunni eins og ég var... takið eftir VAR :) Er semsagt ekki lengur með þennan svaðalega kvíða og er jafnvel bara spennt ef eitthvað er, svoleiðis á það að vera!!

Er að horfa á Idolið... hugsa nú að stelpan taki þetta.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home