þriðjudagur, maí 17, 2005

TV

Ég er alveg dottin inn í þættina Lost á Rúv!! Jiii, hvað þetta eru góðir þættir. Finnst þeir samt svo stuttir eitthvað (held þeir séu nú samt alveg venjulegan "þáttatíma") að ég verð hundsvekkt þegar hverjum þætti líkur að þurfa að bíða þá í heila viku eftir næsta! Finnst líka svo gaman að sjá þann sem leikur Dr. Jack, en þetta er leikarinn sem lék Charlie í þáttunum Party of Five, og það voru sko þættir sem ég mátti ekki missa af :) Og Guð hvað ég elskaði það þegar ég var úti í Ameríku að horfa á alla gömlu þættina og líka alla þættina af Beverly Hills 90210, þetta var endursýnt 2-3 svar á dag á Fox :) Ég var alveg forfallin!! Bara brilljant!!

Svo er það annað... Bachelor :) Þeir eru sko alveg að gera sig núna! Finnst ferlega fyndið að hafa svona "spæjara" en mér finnst hann samt ekkert hafa verið að fara neitt eftir því sem hún segir! Ég væri allavegna löngu búin að henda Trish út! En já, ég bíð spennt eftir næsta þætti þar sem Jenny kemur fram og segir stelpunum hver hún er :) isss það verður allt brjálað :) Frekar fyndið!

En ég hef ekki alveg náð sambandi við Desperate housewifes. Það er með þá eins og Sex in the City, ég horfi á einn og einn þátt en gleymi svo alltaf að horfa á þá og næ svo bara engum contact við þá. Reyndar á að fara að endursýna Housewifes núna einu sinni í mánuði held ég, þannig að ætli það sé þá ekki best að fylgjast með og þá dett ég örugglega inn í þá :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home