miðvikudagur, júní 15, 2005

Dagurinn í gær

var hinn besti. Heimir tók sér frí í vinnunni eftir hádegi (þessi elska) og við dúlluðum okkur, kíktum í Kringluna og svona ýmislegt. Enduðum svo daginn á því að fara út að borða á Rauða húsinu á Eyrarbakka. Ummmm... ólýsanlega gott, átum sjávarréttarsúpu í forrétt, lobster í aðallrétt og svo franska súkkulaðiköku í eftirrétt! Jesús þetta var æði... enda rúlluðum við út af staðnum :)

Annars á pabbi afmæli í dag... munaði aðeins fjórum tímum á því að hann fengi mig í 25 ára afmælisgjöf. Nú meira af afmælum... Halla langamma mín (hét reyndar Hallbera Anna Guðrún Hallsdóttir!! Ekki lítið nafn :)) hefði orðið 100 ára í dag hefði hún lifað blessunin. Í tilefni þess ætlar ættin að hittast og grilla í kvöld, verður örugglega gaman :)

Mamma er svo að koma á eftir, JEI!! :)
En ég er komin í helgarfrí. Er í fríi á morgun og svo er það 17. júní!!
Hafið það gott í dag og njótið veðursins!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home