miðvikudagur, júní 01, 2005

Það er kominn 1. júní

en það þýðir að ég á afmæli eftir þrettán daga, sumarið á að vera komið (svolítið kalt samt), við förum alveg að fá íbúðina og barnið sem ég er með í vömbinni á að fæðast eftir 9 vikur (þ.e.a.s. ef ég geng með það í 40 vikur).

Annars hef ég verið að velta því mikið fyrir mér hvar ég verði stödd og hvenær tíma sólarhrings allt fer af stað hjá mér. Svo ekki sé nú talað um hvaða dagsetning verður fyrir valinu! Ef ég mætti ráða þá myndi 24. 26. 27. eða 28. júlí verða dagurinn. En ef að ég verð ekki búin að eiga á settum degi, 4. ágúst þá verður gripið til einhverra aðgerða!! Þegar eitthvað er ákveðið og búið að gefa upp annahvort tíma eða dagsetningu þá þoli ég ekki þegar svoleiðis stenst ekki! T.d. þýðir ekkert að segja við mig, um kl. 3 eða eitthvað álíka, ég verð að vita er það 10 mínútur í 3 eða er það 10 mínútur yfir 3. Þoli ekki bara eitthvað slump!! Vil bara fá upplýsingar sem eru akkúrat og munu stemma. En það er ekkert voðalega gott að vera svona ógurlega nákvæmur, því það þýðir víst ekkert að pirra sig á einhverju sem ekki er hægt að stjórna. Ætli ég sitji ekki bara við útihurðina að kvöldi 4. ágústs ef ekkert hefur gerst, með töskuna tilbúna og ready to go :) En einhverra hluta vegna situr dagsetningin 10. ágúst eitthvað fast í mér... væri reyndar ánægð með daginn því það er ekki oddatala (er ekkert voða hrifin af þeim) og 10 hefur alltaf verið ein af mínum uppáhaldstölum (N.b. Kristján minn Arason var alltaf í treyju númer 10 :)). En þetta kemur víst allt í ljós...

Vegna mikilla breytinga hér í vinnunni (sala á fyrirtækinu og uppsagnir í kjölfarið) var boðið upp á svaka veitingar í gær eftir vinnu. Grillvagninn kom og var grillað ofan í mannskapinn, allt óskaplega gott og gaman. En blendnar tilfinningar auðvitað þar sem það er alltaf voðalega erfitt að kveðja fólk sem manni þykir orðið vænt um. (Stóð ég mig einkar vel í grátnum og uppskar þennan fína höfuðverk!)

En jæja, dagur að kveldi kominn og svei mér þá það er að koma helgi :) sjómannadagurinn framundan!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home