mánudagur, júní 20, 2005

Þetta er aldeilis...

búið að vera fínt frí sem ég er búin að eiga. Síðan á miðvikudagshádegi þangað til í morgun :) Mamma búin að vera hjá okkur allan tímann og við erum búin að afreka margt í íbúðinni. Höfðum það svo nice inni á milli, fórum í grillið til heiðurs Höllu ömmu, hálfgert ættarmót þar, fórum í Ikea (ég er nú reyndar búin að vera þar upp á hvern einasta dag undanfarið :)), kíktum aðeins í Kringluna og á 17. júní fórum við í grill upp á Þingvelli í blíðskaparveðri. Nú mamma fór svo í gær og nú sé ég hana ekkert fyrr en bara í lok júlí byrjun ágúst :( en svona er það bara!

Ég keypti mér bókina P.S. ég elska þig, fyrir nokkru og er nú byrjuð á henni. Ég er ekki komin nema á bls. 40 og ég er þegar búin að gráta úr mér augun!! Svaka bók!
Hef einnig nýlokið við bókina Hveitibrauðsdagar eftir James Patterson (bara góð), og nú hef ég heitið því að ég ætla að lesa fleiri bækur eftir hann.

Lost í kvöld... ekki get ég ímyndað mér hvernig þessi þáttaröð endar. Og ekki skil ég heldur hvernig hægt er að framleiða aðra þáttaröð um það sama?! Á þetta ekki að taka neinn enda? Ég meina ætli þau eigi bara að lifa þarna eða hvað... skil þetta ekki alveg. En samt finnst mér þetta alveg frábærir þættir og ég veit að ég á eftir að fylgjast með þessu þangað til yfir líkur :)

Annars vann ég í Happdrætti Háskólans núna síðast :) 5000 kall, takk fyrir!! Það er sko betra en ekkert! Nú er ég búin að vinna tvisvar á þennan miða sem ég keypti fyrir þremur árum að mig minnir :)

Jæja ég ætla að fara að steikja mér Succini og egg!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home