Ég tók mér
frí úr vinnunni í dag. Spenningurinn alveg að fara með mig út af íbúðinni :) þannig að núna er maður bara í rúminu með tölvuna. Verst að ég veit ekki alveg hvernig ég á að liggja við þetta, vil ekki hafa tölvuna ofan á bumbunni, vil helst liggja á hliðinni en þá er svo vont að pikka, best held ég bara að sé að sitja við þetta!
En já íbúðina fáum við afhenda kl. nákvæmlega 13:30 í dag :) Guð það verður gaman. Svo verður bara hafist handa við að flytja... ætlum að byrja að ná í nýja sófann sem við erum búin að kaupa og svo er bara að láta hendur standa fram úr ermum, spýta í lófana, leggjast á árarnar (og allir hinir málshættirnir) og byrja!! :)
Heiða mín kom í gærkvöldi og tók eldhúsið í nefið. Aldeilis kraftur í kellu! Hún pakkaði öllu svo gasalega vel að ég verð örugglega heilan dag að taka upp úr þessum kössum, held hún hafi tvívafið öllu brothættu í plast eða pappír!! En ég er búin að tryggja mig og hún ætlar að hjálpa mér að koma þessu í nýja eldhúsið. Við gjörsamlega hreinsuðum út úr öllum skápum, matarkyns og alles, þannig að nú verður bara lifað á skyndimat um helgina :) (sem mér finnst ekkert slæmt).
Annars er það í fréttum að ég fór í mæðraskoðun í gær, þar sem ég hitti lækninn sem sendi mig með vottorð um að minnka vinnunna niður í 50% út af bakinu. Ég er farin að þreytast svo í efri hluta baksins en læknirinn hélt að það gæti stafað út af hryggskekkjunni eða því að ég hef verið gjörn á að frá vöðvabólgu. En svo er þetta kannski bara þreyta út af því að ég er komin það langt á meðgönguna, eða 32 vikur. Hún sagði að ef það myndi ekki lagast við að fara niður í 50% þá yrði ég að fara til sjúkraþjálfara. Vonum að þetta sé nóg! En sem betur fer virðist ekkert bóla á grindargliðnun eða losi eða öðru álíka skemmtilegu. Tel mig því heppna að hafa átt svona fína meðgöngu! :) Þannig að núna á mánudaginn byrja ég að vinna frá kl. 8-12. Held það verði frekar skrýtið að vinna bara svona hálfan daginn. Á örugglega eftir að drepast úr leiðindum, en ég verð bara að setja upp rútínu... fara alltaf heim eftir vinnu og hvíla mig og geta svo jafnvel gert eitthvað. Verst það eru bara allir að vinna...
En fyrir utan þetta var allt í góðu, bæði með mig og barnið. Blóðþrýstingur og púls og allt eins og það á að vera. Barnið orðið um 2 kg og virðist dafna vel :)
Líana og Udo koma að austan í dag, ætla að sækja þau á völlinn og bruna með þau í íbúðina til að sýna þeim :) en þau fara svo út á morgun.
Látum þetta duga í bili... hafið það gott um helgina!!
frí úr vinnunni í dag. Spenningurinn alveg að fara með mig út af íbúðinni :) þannig að núna er maður bara í rúminu með tölvuna. Verst að ég veit ekki alveg hvernig ég á að liggja við þetta, vil ekki hafa tölvuna ofan á bumbunni, vil helst liggja á hliðinni en þá er svo vont að pikka, best held ég bara að sé að sitja við þetta!
En já íbúðina fáum við afhenda kl. nákvæmlega 13:30 í dag :) Guð það verður gaman. Svo verður bara hafist handa við að flytja... ætlum að byrja að ná í nýja sófann sem við erum búin að kaupa og svo er bara að láta hendur standa fram úr ermum, spýta í lófana, leggjast á árarnar (og allir hinir málshættirnir) og byrja!! :)
Heiða mín kom í gærkvöldi og tók eldhúsið í nefið. Aldeilis kraftur í kellu! Hún pakkaði öllu svo gasalega vel að ég verð örugglega heilan dag að taka upp úr þessum kössum, held hún hafi tvívafið öllu brothættu í plast eða pappír!! En ég er búin að tryggja mig og hún ætlar að hjálpa mér að koma þessu í nýja eldhúsið. Við gjörsamlega hreinsuðum út úr öllum skápum, matarkyns og alles, þannig að nú verður bara lifað á skyndimat um helgina :) (sem mér finnst ekkert slæmt).
Annars er það í fréttum að ég fór í mæðraskoðun í gær, þar sem ég hitti lækninn sem sendi mig með vottorð um að minnka vinnunna niður í 50% út af bakinu. Ég er farin að þreytast svo í efri hluta baksins en læknirinn hélt að það gæti stafað út af hryggskekkjunni eða því að ég hef verið gjörn á að frá vöðvabólgu. En svo er þetta kannski bara þreyta út af því að ég er komin það langt á meðgönguna, eða 32 vikur. Hún sagði að ef það myndi ekki lagast við að fara niður í 50% þá yrði ég að fara til sjúkraþjálfara. Vonum að þetta sé nóg! En sem betur fer virðist ekkert bóla á grindargliðnun eða losi eða öðru álíka skemmtilegu. Tel mig því heppna að hafa átt svona fína meðgöngu! :) Þannig að núna á mánudaginn byrja ég að vinna frá kl. 8-12. Held það verði frekar skrýtið að vinna bara svona hálfan daginn. Á örugglega eftir að drepast úr leiðindum, en ég verð bara að setja upp rútínu... fara alltaf heim eftir vinnu og hvíla mig og geta svo jafnvel gert eitthvað. Verst það eru bara allir að vinna...
En fyrir utan þetta var allt í góðu, bæði með mig og barnið. Blóðþrýstingur og púls og allt eins og það á að vera. Barnið orðið um 2 kg og virðist dafna vel :)
Líana og Udo koma að austan í dag, ætla að sækja þau á völlinn og bruna með þau í íbúðina til að sýna þeim :) en þau fara svo út á morgun.
Látum þetta duga í bili... hafið það gott um helgina!!
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home