miðvikudagur, júní 22, 2005

Loksins...

lufsuðumst við niður í Tryggingastofunun í dag í sambandi við fæðingarorlofið og allt það. Hélt það yrði eitthvað voðalegt vesen en svo reyndist ekki vera :) kom mér mjög á óvart og verð eiginlega að segja að ég býst við hringingu frá þeim á næstu vikum til að segja mér að það vanti þetta eða vanti hitt :) En við vorum búin að skoða þetta allt á netinu og vorum með þær upplýsingar sem beðið var um þar, þannig að kannski var þetta bara allt rétt hjá okkur?! :) Fór svo á Búlluna og fékk mér sheik... Guð hann er svo góður!! Gerðist meira að segja svo djörf að prufa jarðarberja... uuhmm hann var sko ekkert síðri en súkkulaðið!

Ég er búin að vera að þvo þvott í allann dag í nýju fínu græjunum mínum :) nú gæti ég bara þvegið endalaust!! Eins og mér finnst nú gaman að þvo þvott þá þoli ég ekki að þurfa að ganga frá honum, finnst það alveg með eindæmum leiðinlegt!

Jæja, er að hugsa um að fara snemma í tandurhreint rúmið og fara að lesa.
Góða nótt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home