Nei nú er ég ekki alveg að nenna...
þessu bloggi. Ég get alveg sagt ykkur það. Þetta kemur yfir mig í svona köflum, stundum er ég voða dugleg og skrifa eitthvað á hverjum degi, en svo hellist yfir mig letin og þá er ég bara ekki að nenna þessu. Sérstaklega ef það líður langt á milli blogga eins og núna :) Þannig að þið verðið bara að afsaka þetta (ef einhverjum er ekki sama :))
En það er búið að vera nóg að gera... á laugardeginum fórum við rúnt í Hvalfjörðinn, hef ekki keyrt hann síðan að göngin komu og hafði lengi langað að kíkja þangað.
Ekki var ég neitt ógurlega dugleg að pakka um helgina, reyndar byrjaði ég ekki fyrr en á sunnudeginum og það meira að segja seinnipartinn :) en það gekk nú samt bara nokkuð vel. Finnst samt svo mikið af dóti sem ég ætla ekkert að pakka niður, eins og lömpum og stórum, brothættum hlutum. Vex mér sérstaklega í augum að byrja á eldhúsinu, en er reyndar búin að fá hana Heiðu mína í að hjálpa mér með það. Aldrei að vita nema að ég parkeri henni bara þar og geri svo eitthvað annað sjálf :) En nú er ég búin að fylla bílinn af svaka stórum og fínum kössum þannig að ég ætla að reyna að vera dugleg í kvöld.
Annars var ég að tala við verkstjórann og við fáum íbúðina afhenda á föstudaginn :) JEI!! Mér finnst bara svo skrítið að það sé komið að þessu!! Alveg ótrúlegt!! Helgin mun semsagt fara í flutninga og kannski bara getum við sofið fyrstu nóttina laugardagskvöld, svona ef allt gengur að óskum.
Við Júlía Rós skelltum okkur á Ítalíu (suprise-suprise) á mánudagskvöldið, mjög gaman hjá okkur að vanda og ýmislegt rætt :) Reyndar fórum við á forútsölu hjá Nike búðinnni fyrir matinn, þar sem hlutunum voru gerð góð skil og átti ég í mesta baksli við að fylgja henni eftir á milli rekka :) En það fylgdi svo sögunni að allt hefði passað á famylíuna þannig að þarna hafa verið gerð góð kaup!! :) (Og það auðvitað í rétta merkinu!! :)) En takk Júlía fyrir gott kvöld.
En jæja, best að drífa sig heim og pakka :0)
þessu bloggi. Ég get alveg sagt ykkur það. Þetta kemur yfir mig í svona köflum, stundum er ég voða dugleg og skrifa eitthvað á hverjum degi, en svo hellist yfir mig letin og þá er ég bara ekki að nenna þessu. Sérstaklega ef það líður langt á milli blogga eins og núna :) Þannig að þið verðið bara að afsaka þetta (ef einhverjum er ekki sama :))
En það er búið að vera nóg að gera... á laugardeginum fórum við rúnt í Hvalfjörðinn, hef ekki keyrt hann síðan að göngin komu og hafði lengi langað að kíkja þangað.
Ekki var ég neitt ógurlega dugleg að pakka um helgina, reyndar byrjaði ég ekki fyrr en á sunnudeginum og það meira að segja seinnipartinn :) en það gekk nú samt bara nokkuð vel. Finnst samt svo mikið af dóti sem ég ætla ekkert að pakka niður, eins og lömpum og stórum, brothættum hlutum. Vex mér sérstaklega í augum að byrja á eldhúsinu, en er reyndar búin að fá hana Heiðu mína í að hjálpa mér með það. Aldrei að vita nema að ég parkeri henni bara þar og geri svo eitthvað annað sjálf :) En nú er ég búin að fylla bílinn af svaka stórum og fínum kössum þannig að ég ætla að reyna að vera dugleg í kvöld.
Annars var ég að tala við verkstjórann og við fáum íbúðina afhenda á föstudaginn :) JEI!! Mér finnst bara svo skrítið að það sé komið að þessu!! Alveg ótrúlegt!! Helgin mun semsagt fara í flutninga og kannski bara getum við sofið fyrstu nóttina laugardagskvöld, svona ef allt gengur að óskum.
Við Júlía Rós skelltum okkur á Ítalíu (suprise-suprise) á mánudagskvöldið, mjög gaman hjá okkur að vanda og ýmislegt rætt :) Reyndar fórum við á forútsölu hjá Nike búðinnni fyrir matinn, þar sem hlutunum voru gerð góð skil og átti ég í mesta baksli við að fylgja henni eftir á milli rekka :) En það fylgdi svo sögunni að allt hefði passað á famylíuna þannig að þarna hafa verið gerð góð kaup!! :) (Og það auðvitað í rétta merkinu!! :)) En takk Júlía fyrir gott kvöld.
En jæja, best að drífa sig heim og pakka :0)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home