fimmtudagur, júlí 21, 2005

38 vikur

Já þá er ég komin 38 vikur í dag. Fór í skoðun, allt leit vel út, barnið búið að skorða sig, ég í sama kílóafjölda og í síðustu viku og blóðþrýstingurinn aftur kominn í eðlilegt horf... JEI, ég dugleg :) Enn velti ég því fyrir mér hvenær barnið kemur. Finnst alveg óskaplega óþægilegt að vita það ekki nákvæmlega. Gæti komið á morgun, í næstu viku eða þess vegna ekki fyrr en eftir 4 vikur!! Ohhh... en svona er þetta víst og ég verð bara að vera þolinmóð.

Er búin að hafa það ansi gott síðustu tvo daga. Enda búið að vera yndislegt veður og hef ég því hreiðrað um mig úti á svölum með bók og prjónadótið. Hef reyndar ekki eins mikið þol að liggja í sólinni eins og ég hafði, og stend því reglulega upp, fer að pissa og vesenast eitthvað og sest svo aftur :)

Ég er alveg sjúk í græn epli þessar vikurnar. Eitt á dag kemur skapinu í lag, súrari - því betri :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home