sunnudagur, júlí 31, 2005

Barnaland

Þá erum við skötuhjú búin að gera almennilega síðu á barnalandinu... eða svoleiðis, allavegna með öðrum bakgrunni og ég gat meira að segja skrifað í vefdagbókina hjálparlaust :) Held samt að það sé alveg nauðsynlegt að fá Júlíu Rós til að hjálpa mér með myndir og sýna mér þetta svona professional :)

Nú er ég að lesa bókina Rosie Dunne, eftir Cecelia Ahern. Þetta er nýja bókin hennar en hún skrifaði einnig PS. Ég elska þig, sem ég grét einna mest yfir. Hef ekki enn grátið yfir þessari, en ég er nú ekki búin með bókina ennþá :)

Annars er dagurinn búinn að vera frekar tíðindalítill, bara búin að hafa það gott og ætla að halda því áfram, prjóna og horfa á Monk. Reyni að hugsa ekki heim á Neistaflug þar sem Sálin er með ball í kvöld!!! Andsk...
En jæja hafið það gott!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home