fimmtudagur, júlí 14, 2005

Draumur

Mig dreymdi að ég væri farin á fæðingardeildina og var með þessa líka þvílíku verkina :) Jesús minn... ég var komin með 2 í útvíkkun og Sunna Björg var sem sagt ljósmóðirin og var eitthvað voðalega kærulaus :) bara fyndið! Og það var eitthvað svo mikið span á okkur, Heimir alveg að farast úr stressi, mamma í ennþá meira stressi heima í Nesk og ætlaði að láta senda þyrlu eftir sér og ég var alveg miður mín því það var ekki allt tilbúið heima!! Svo þegar ég vaknaði þá var ég í svo miklum pissuspreng að það hefur sennilega verið verkurinn sem ég var með í draumnum :)
Ég er nú samt að spá í hvað þetta gæti þýtt... er að hugsa um að túlka hann þannig að barnið komi jafnvel á 39. viku :) er það ekki bara fínt?! Reyndar sagði ég við Heimi
þegar ég vaknaði, að mér þætti svolítið óþægilegt að það skuli ekki allt vera tilbúið, þar sem ég væri nú komin á 37. viku!! En það sem liggur þyngst á honum er að við erum ekki búin að taka til það dót sem æskilegt er að taka með á fæðingardeildina :) En allavegna þá ætlum við á laugardaginn að fara og kaupa skiptiborðið og sæng og það sem vantar. Og svo er ég að hugsa um að þvo eitthvað af fötunum í næstu viku. Þá ætti þetta nú allt að blessast ef það kæmi fyrir 4. ágúst!! :)

Við fórum í bío í gær, Batman begins! Jiii þetta er alveg frábær mynd. Ég hafði bara séð fyrstu Batman myndina og var aldrei neitt voða hrifin af þessarri fígúru þegar hún var sem vinsælust! Held reyndar að ég hafi reynt að sýna einhvern áhuga á sínum tíma, því Jóhanna var alveg húkt á þessu. Er ekki frá því að hún hafi farið á myndina í borginni og þegar hún kom heim þá var hún með allt sem viðkom Batman :) lyklakippur, límmiða og allskonar dót! Svo var hún búin að þjálfa sig ansi vel í að teikna merkið! Jóhanna mín, ég myndi ráðleggja þér að fara á myndina ef þú hefur ekki enn séð hana... en þú ert náttúrulega svo harður aðdáandi að þú hefur sjálfsagt farið á frumsýninguna :)

Förum í skoðun og í sónar á eftir :) hlakka til!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home