laugardagur, júlí 30, 2005

Ekkert að gerast

hér á þessum vígstöðvum. Bara rólegheit á liðinu :) Fórum í dag að snúast aðeins í bænum, sóttum bílaleigubílinn fyrir Mirju og kíktum mjög stutt í Kringluna. Ekki er ég nú alveg að skilja fólk hér í borginni... hélt það yrði enginn í bænum en neinei nóg af fólki í Kringlunni. Hvað er fólk að pæla?! Af hverju er það ekki á Neistaflugi!?!? :) Bara er ekki að skilja!! Grilluðum svo kjúklingabringur og pylsur í kvöld og liggjum núna bara á meltunni. Ég að vísu með súkkulaðið ekki langt undan :)

Við frænkur dúlluðum okkur í bænum í gær, fórum í Ikea og í Kringluna :) Voða gaman hjá okkur. Auðvitað fengið sér pylsa í Ikea, en það er eitt af uppáhaldinu hjá Mirju... ásamt ís úr vél :) hún veit ekkert betra.

En jæja, hafið það gott það sem eftir er af helginni og gangið hægt um gleðinnar dyr. Passið ykkur í umferðinni.
Guð veri með ykkur.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home