þriðjudagur, júlí 12, 2005

Fékk heimsókn í dag, Júlía Dröfn og Bryndís Lára mættu galvaskar. Voða gaman að hitta þær mæðgur, en Bryndísi hafði ég ekki séð í langan tíma. Þær færðu okkur svaka fína skál með appelsínugulu kerti og servéttur í stíl, voða sumarlegt og var auðvitað strax sett á eldhúsborðið :)

Annars skrapp ég í nudd í dag og líður alveg rosalega vel. Held að þetta geri mér bara gott, enda er Gunna góður nuddari og tekur mig í sogæðanudd og svoleiðis á fæturnar. Prufaði reyndar síðast svona heit steinanudd.... mjög gott. Finnst reyndar allt nudd gott, er soddans nautnaseggur :)

Er alveg komin á fullt í bókina um hana Sonju... ferlega skemmtileg bók. Þetta hefur verið alveg mögnuð kerling, mæli með henni :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home