sunnudagur, júlí 24, 2005

Helgin...

Var með hinu besta móti. Unnar kom í mat á föstudag, grilluðum kjúklingabringur sem ég var búin að láta marinerast í hvítlaukslegi í heilan sólarhring!! :) Jiii það var gott. Átum gjörsamlega yfir okkur.
Hafði það svo voða gott í sólinni í gær, steikti mig alveg á svölunum. Þrifum svo bílinn rosa vel, bæði að innan og utan og tókum okkur rúnt niður í bæ í góða veðrinu.
En við erum búin að vera alveg með eindæmum dugleg í dag. Tókum geymsluna í nefið, takk fyrir!! Búin að koma öllu fyrir og búin að henda að mér finnst heilum helling!! :) Glæsilegt! Fórum svo í Bónus og enduðum daginn á að grilla, ummm! Sehr gut :) Ég er að vísu alveg búin á því eftir daginn þannig að ég mun sennilega rotast um leið og ég legg höfuðið á koddann.

Þreif öll litlu barnafötin á föstudaginn :) Jesús hvað þetta er allt saman lítið og sætt og fyndið að sjá þetta hanga á snúrunni :) Keypti svo bleiur í dag og þá held ég að það eina sem vanti sé bali fyrir barnið. Annars allt komið, svei mér þá. Þarf að vísu að kaupa eitthvað smotterí fyrir mig, en ég er nú ekkert að stressa mig á því.
Skellti mér í það að búa til heimasíðu fyrir barnið á Barnalandi, þá er það tilbúið :) Er að vísu ekkert búin að setja inn á síðuna... reyndar kann ég ekkert á þetta þannig að það er spurning hvort ég verði að fá Júlíu Rós í heimsókn til að sýna mér :) eða bara að fikra mig áfram, ég hlýt að geta þetta eins og allir hinir.

Ég er orðin alveg rugluð á hvaða bók ég á að lesa næst. Er með nokkrar bækur frá Júlíu Rós, en veit ekkert á hvaða bók ég á að byrja... svo fann ég allt fullt af bókum niður í geymslu sem ég var aldrei búin að lesa, eins og Villtir Svanir, Dóttir gæfunnar eftir Isabellu Aliende, Dalur hestanna, Seiður sléttanna og allar þær bækur. Ekki nóg með það en þá hefur Minningar Geysju herjað á mig síðan að Júlía sagði að þetta væri besta bók sem hún hafði lesið. Hélt ég ætti hana en þá er það mamma sem á hana og hún er heima í Nesk. Ofan á þetta allt saman langar mig svo rosalega að fara á bókasafnið og taka bækurnar eftir Njörð P. Njarðar, Eftirmál og hina bókina sem kom út fyrst. Er bara alveg lost í þessu máli!!

En jæja... ætla að fara að tía mig í háttinn, og athuga hvort ég geti fundið mér EINA bók til að byrja á :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home