sunnudagur, júlí 10, 2005

Ja hérna

Óttaleg leti hérna megin í bloggmálum... þetta fer bara að verða vikulegt hjá mér.
Annars er bara búið að vera nóg að gera eftir að ég hætti að vinna. Svona það sem ber einna
hæst er að ég fór í skoðun á fimmtudag og þá kom í ljós að barnið er búið að skorða sig :) JEI, mér líður bara eins og ég sé hálfnuð með fæðinguna ég er svo ánægð, hmmm... En það er svo fyndið að á mánud. eða þriðjud. fékk ég svo rosalega skrítinn verk þarna "niðri" svona stingi og var eitthvað asnaleg, að ég sagði við Heimi að það kæmi mér ekkert á óvart að barnið væri að skorða sig :) sem að kom líka á daginn. En nú fer ég semsagt vikulega í skoðun og næsta fimmtudag ætlar ljósan að setja mig í sónar bara til að vera alveg viss um að þetta sé höfuðið en ekki bossinn. Hún var samt með það á hreinu að þetta væri höfuðið því bossinn er í því að skvetta sér til og frá og dilla sér hérna uppi :) en allur er varinn góður! En allt kom vel út úr skoðuninni, kröftugur hjartsláttur og allt eins og það á að vera. Reyndar fannst mér skrítið að ég hafði lést um 1 kg. síðan í síðustu skoðun, en ljósan sagði að það væri ekkert til að hafa áhyggjur af, gæti bara verið af því að nú væri orðið svo þröngt þarna inni og ekki eins mikið pláss til að belgja sig út :) En ég bíð spennt eftir næstu skoðun!

En já, Júlía Rós og Björn Hermann komu í heimsókn til mín á þriðjudaginn. Voða gaman að sjá þau mægðin :) Júlía kom með allt fullt af bókum handa mér þannig að mér ætti ekki að leiðast. Er byrjuð að lesa Konur með einn í útvíkkun fá enga samúð, held samt að ég verði að byrja á annari bók svona með, finnst of mikið að lesa fæðingarsögur út í eitt :) Er spennt fyrir Sonju bókinni að ég hugsa að ég byrji á henni í kvöld.

Við afrekuðum svo að tæma geymsluna á Austurströndinni á miðvikudagskvöldið. Fengum Hafþór með í það. Svei mér þá ef það var ekki bara álíka mikið dót í þessari einu geymslu og var í allri íbúðinni!! Jesús minn... En næsta mál á dagskrá er að fara í gegnum allt þetta dót og taka til og henda (eða allavegna að taka til). Ætti nú alveg að geta dundað mér við það, svona í einn-tvo tíma á dag. Já held að það væri fínt.

Héldum smá innflutningsteiti í gær. Buðum nokkrum vinum í grill og öllara. Voða gott. Grilluðum svo aftur í kvöld, kjúklingabringur og pylsur ummm!! Dagurinn í dag hefur svo verið algjör afslöppun hjá mér, dormað mér yfir sjónvarpinu og haft það gott :)

En jæja, drengurinn farinn að reka á eftir mér að koma mér í rúmið... Góða nótt!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home