mánudagur, júlí 04, 2005

Mánuður

Í dag er 4. júlí og því nákvæmlega mánuður í settann dag!! Svo er bara spurning hvað verður :) Úff úff... ég held að það sé bara þreytandi tími framundan. Ég er allavegna byrjuð að finna fyrir ýmsu sem ég hef alveg verið laus við, t.d. svefnlausar nætur, hrökkva upp með sinadrátt, brjóstsviði orðinn mun algengari, þreyta í fótum, stanslausar pissuferðir og svo virðist sem það sé mjög mikið sport að sparka af alefli upp í rifbeinin á mömmu sinni :) (sem er nota bene ekki gott) og það alltaf bara hægra megin. Held ég geti samt bara verið ósköp lukkuleg með heilsuna þessa fyrstu meðgöngu! En það er alveg ótrúlega stutt í komu þessa blessaða barns, finnst í rauninni að það hafi bara verið í gær sem við komumst að þessu!
Annars er vaggan er komin í hús og Heimir setti hana saman í gær. Í dag fór ég svo í Babysam og keypti bílstólinn og himinn og tilheyrandi fyrir vögguna. Voða fínt :)

En dagurinn í dag var síðasti dagurinn minn í vinnunni. Nú er ég semsagt komin í frí. Að vísu aðeins fyrr en ég hafði ætlað mér en svona er það. Ég ætti því vonandi að geta verið úthvíld fyrir komandi átök :)

Það var voða gaman hjá okkur í kvöld, góður matur. Allt fullt af "breaking news", en þó engin ólétt :) Við Kristjana bíðum eftir að Júlía Rós skelli sónarmynd upp á borðið innan árs, svona eins og var með Björn Hermann :)

En nú er það Lost!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home