föstudagur, júlí 01, 2005

Ítrekun

Ég ætla bara að taka það fram hér og nú, og enn og aftur að við höfum engum sagt hvort kynið barnið er! Fólk virðist alveg vera að tapa sér yfir þessu, enn semsagt við höfum engum sagt og munum engum segja! Það styttist jú óðum að blessað barnið komi í heiminn og trúið mér, þetta er annað hvort!! Svo í Guð almáttugs bænum... Ég hef allavegna ákveðið það að ef ég mun eignast annað barn þá mun ég bara ekki orða það að ég viti kynið. Greinilega best bara að segja engum neitt!! Argghhh...

Enn yfir í aðra sálma
Ég er farin að fara í nudd og er búin að fara tvisvar núna í þessari viku. Ætla svo að fara einu sinni í viku fram að fæðingu. Og ég er að segja ykkur það að þetta er bara himneskt. Fer til hennar Guðrúnar minnar sem er að vinna niður í Laugum Spa. Hún er með meðgöngunuddbekk inni hjá sér, en hann er með gati fyrir bumbuna og brjóstin :) frekar fyndinn. En það er algjör unaður að geta lagst á magann þar sem ég hef nú ekki getað það í nokkurn tíma :)

Það er komin helgi, tíminn líður all svaðalega hratt. Við ætlum í smá búðarráp á morgun og viti menn, ég ætla í Smáralindina að horfa á Wig Wam :) jájá ég læt þetta sko ekki framhjá mér fara... aumingja Heimir ;)
En góða helgi og passið ykkur í umferðinni ef þið ætlið eitthvert út á þjóðveginn!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home