föstudagur, júlí 15, 2005

Versló

Ég var að skoða dagskrána á Neistafluginu og svo Þjóðhátíð... og verð ég nú bara að segja að ef ég hefði eitthvert val um hvar ég yrði (verð víst bara hér í borginni sennilega á steypinum) þá væri það ekki spurning, Neistaflug yrði fyrir valinu!! Ó jú... ég færi ekki á Þjóhátíð þótt ég fengi borgað fyrir það!! Finnst akkúrat ekkert spennandi í boði þar, jú að vísu væri gaman að sjá Grafík, en common... þetta eru bara Skítamórall (en þeir eru ömurlegir eftir að Einar Ágúst hætti) og svo Í svörtum fötum!!! Svei mér þá...
Dagskráin heima finnst mér hinsvegar alveg frábær. Reyndar þoli ég ekki Papana (fíla ekki írska fiðlutónlist) en Guð minn góður Sálin verður á svæðinu!! Og ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég er hrikalega svekkt yfir að missa af því... arrrgghhhh!! En ég hef ákveðið að þar sem þetta er alveg ónýtt fyrir mér, þá mun mitt blessaða barn ekki fá að fara á neina útihátíð fyrr en í fyrsta lagi um tvítugt!!!! :) Og hana nú!! :)

En annars er komin helgi :) og við erum að fara í brúðkaup á morgun. Kvíði svona svolítið fyrir því, því ég á sennilega eftir að væla úr mér augun og verða mér og mínum sjálfsagt til skammar!! En það verður bara að hafa það, ég verð með nóg af tissúi!!

Hafið það gott um helgina og gangið á Guðs vegum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home