laugardagur, ágúst 13, 2005

41 vika + 2 dagar

og nú væri ég alveg til í að þessu færi að ljúka!! Svei mér þá... ég er bara ekki að ná þessu!

Fórum í dag á grænmetismarkaðinn í Mosfellsdalnum, voða gaman og skemmtileg stemning þarna. Hann er nú samt miklu minni en ég var búin að ímynda mér, bara 2 blá tjöld og ekkert meira. Það var allt fullt af fólki og gaman að kíkja. Fórum svo líka í Kolaportið, einn af uppáhaldsstöðum hennar móður minnar :) ég hef nú alltaf lúmskt gaman af því að kíkja þarna annað slagið, en Guð góður hvað það er mikið af drasli þarna, alveg ótrúlegt!

Var að bæta inn nýjum bumbumyndum á Barnalandssíðuna, en ég er nú ekkert að nenna að skrifa neitt meira í vefdagbókina fyrr en barnið lætur sjá sig.
Ætla að fara að koma mér vel fyrir framan tv því Monster er að fara að byrja, en mig hefur lengi langað að sjá hana.

Hafið það gott!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home