þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Allt í rólegheitunum

hér hjá mér. Hef bara ekkert skrifað því það er búið að vera nóg að gera, mamma og pabbi komu á laugardaginn og við erum búin að vera að snúast með þeim :) aldeilis fínt því mér leiðist þá ekki á daginn þegar Heimir er í vinnunni. En já nú er ég semsagt komin 5 daga framyfir og mér finnst eins og ekkert sé að gerast þarna inni en svo kemur þetta kannski bara allt í einu. Bæði Júlía Rós og Ragnhildur eiga afmæli í dag og veit ég að þær voru báðar að vonast eftir barninu afmælisgjöf :) held nú samt að það komi ekki í dag. En til hamingju með daginn báðar tvær!!

Já ég er nú hálf hissa á því hvað ég er ótrúlega róleg í biðinni, en 10. ágúst er ekki liðinn ennþá og það er sá dagur sem mér hefur þótt hvað líklegastur, spurning hvort ég hafi rétt fyrir mér :) Er að fara í skoðun á eftir og þá verður pantaður tími fyrir mig í monitor á fimmtudag ef þetta verður ekki komið þá. Spurning hvort ég fái þá ljósuna til að hreyfa aðeins við belgnum, spyr hana allavegna að því :)

En bið að heilsa ykkur í bili og hafið það gott!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home