Ekkert komið enn...
en það var lítið sofið í nótt vegna reglulegra verkja og svoleiðis er það enn. Hringdi nú niður á fæðingardeild í morgun og ljósan sagði að ég væri velkomin hvenær sem er til að fara þá í mónitor og athuga með þetta allt. Ætla að sjá til með það hvernig ég verð í dag. En annars sagði hún að þetta virtist bara allt vera á góðri leið, tæki bara sinn tíma... Ég er nú samt ekki alveg að nenna þessu ef þetta verður bara svona í allann dag og alla næstu nótt þangað til ég verð sett af stað í fyrramálið!! Vonum bara að þetta fari að komast almennilega í gang svo við verðum bara komin með barnið í hendurnar í kvöld, helst :) já eða í nótt.
Hafið það gott og takk fyrir allar kveðjurnar! Gott að vita að það er verið að hugsa til manns :)
en það var lítið sofið í nótt vegna reglulegra verkja og svoleiðis er það enn. Hringdi nú niður á fæðingardeild í morgun og ljósan sagði að ég væri velkomin hvenær sem er til að fara þá í mónitor og athuga með þetta allt. Ætla að sjá til með það hvernig ég verð í dag. En annars sagði hún að þetta virtist bara allt vera á góðri leið, tæki bara sinn tíma... Ég er nú samt ekki alveg að nenna þessu ef þetta verður bara svona í allann dag og alla næstu nótt þangað til ég verð sett af stað í fyrramálið!! Vonum bara að þetta fari að komast almennilega í gang svo við verðum bara komin með barnið í hendurnar í kvöld, helst :) já eða í nótt.
Hafið það gott og takk fyrir allar kveðjurnar! Gott að vita að það er verið að hugsa til manns :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home