föstudagur, ágúst 19, 2005

Elsku vinir

Ég vil byrja á því að þakka ykkur fyrir allar yndislegu kveðjurnar, hér á blogginu, á Barnalandi og í gegnum símann. Takk fyrir.
Já ég vissi að Júlía Rós myndi standa sig og skella inn fréttunum um leið og ég væri búin að tala við hana :) þúsund þakkir mín kæra.

En eins og hún sagði þá heiðraði litla prinsessan okkur með nærveru sinni klukkan 14:35 í gærdag. Heimir og mamma voru hjá mér allann tímann og hefði ég ekki getað þetta án þeirra, það er alveg víst. Þetta gekk allt saman alveg ágætlega framan af, þrátt fyrir langan tíma, en síðasta korterið var hryllingur, enda ég ekki með nein verkjalyf. En þetta tókst allt saman :) Sagði nú reyndar við Heimi þegar þetta var yfirstaðið að þetta yrði ekki gert aftur í bráð! :) Sjáum svo til með það :) Við fórum svo í Hreiðrið en komum heim í hádeginu í dag. Ég var nú ekkert að ná mér niður eftir þetta allt saman og meðan að þau feðginin lögðu sig eftir allt erfiðið, sat ég hin spenntasta og starði á þetta litla undur :) En hún er búin að vera voða dugleg að taka brjóst og er sogkrafturinn svo mikill að ljósan sagði að það væri allt í lagi að leyfa henni að fá snuð líka sem hún sýgur nú af alefli :) Vonandi að það haldi áfram að ganga svona vel.

Jæja ætli ég hafi þetta ekki bara gott, hugsa að ég skelli inn myndum á Barnalandið á morgun. Enn og aftur þökkum við allar kveðjurnar, hafið það gott og góða nótt

Úrsúla Manda, Heimir Snær og prinsessan :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home