föstudagur, ágúst 26, 2005

Ferðalag

Þá hefst fyrsta ferðalag litlu fjölskyldunnar á morgun. Erum að fara austur og ætlum að byrja að keyra til Akureyrar, gista í sumarbústað á Svalbarðseyri og keyra svo heim á sunnudag. Hlakka mikið til. Ætlum að stoppa í smá tíma og meðal annars að skíra þann 11. september. Hlakka líka mikið til þess :) sérstaklega þar sem Sr. Svavar ætlar að koma og skíra. Ohhh það verður gaman.

En ég er semsagt búin að pakka þeim feðginum niður í töskur þannig að ég á bara mig eftir. Ætla að fara að drífa þetta af. Aldrei að vita nema ég láti frá mér heyra að austan, en allavegna hafið það gott, og gangið á Guðs vegum.
Kær kveðja Úrsúla Manda

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home