Hér er ég enn...
en við héldum reyndar að það væri að koma að þessu á mánudeginum. Var með verki sem mögnuðust alltaf og urðu verri, Heimir var kominn á skeiðklukkuna og alles og allt að gerast :) En um nóttina datt svo allt í dúnalogn. Þannig að við bíðum bara og reynum að halda ró okkar.
Vaknaði klukkan 4 í nótt og gat bara engan veginn sofnað aftur og hef ekki sofnað síðan!! Merkilegt. En ég dreif mig bara á fætur með Heimi í morgun og var komin til Júlíu Rósar klukkan 9. Ýmislegt sem við brölluðum og meðal annars smellti hún sér í brúðkaupsdressið fyrir mig sem enginn annar er búinn að sjá :) Úhúhú... þvílíkt flott!! Get ekki beðið eftir að sjá myndir þar sem ég missi sennilega af sjálfu brúðkaupinu.
Nú hún hjálpaði mér svo með síðuna á barnalandinu, og nú er ég semsagt búin að setja inn bumbumyndir :) gekk nú bara nokkuð vel hjá mér, hmmm... okkur :)
Ég er komin með nýtt æði... hef verið með Sun Lolly á heilanum síðan að Sunna gaf mér þegar ég kíkti í heimsókn til þeirra. Og við erum ekkert að tala um einn á dag, neinei ég er að borða upp í 5-6 stk á dag!!! Jesús ég get bara ekki hætt. Át alltaf bara með Cola bragði en nú er ég líka farin að borða grænann, sem er champagnesmag, asskoti gott :)
En já... Heiða mín ætlar að kíkja til mín á morgun þar sem þau voru að mæta í bæinn frá Salou. Hef lúmskan grun um að hún lumi jafnvel á einni fingurbjörg eða svo handa mér :)
en við héldum reyndar að það væri að koma að þessu á mánudeginum. Var með verki sem mögnuðust alltaf og urðu verri, Heimir var kominn á skeiðklukkuna og alles og allt að gerast :) En um nóttina datt svo allt í dúnalogn. Þannig að við bíðum bara og reynum að halda ró okkar.
Vaknaði klukkan 4 í nótt og gat bara engan veginn sofnað aftur og hef ekki sofnað síðan!! Merkilegt. En ég dreif mig bara á fætur með Heimi í morgun og var komin til Júlíu Rósar klukkan 9. Ýmislegt sem við brölluðum og meðal annars smellti hún sér í brúðkaupsdressið fyrir mig sem enginn annar er búinn að sjá :) Úhúhú... þvílíkt flott!! Get ekki beðið eftir að sjá myndir þar sem ég missi sennilega af sjálfu brúðkaupinu.
Nú hún hjálpaði mér svo með síðuna á barnalandinu, og nú er ég semsagt búin að setja inn bumbumyndir :) gekk nú bara nokkuð vel hjá mér, hmmm... okkur :)
Ég er komin með nýtt æði... hef verið með Sun Lolly á heilanum síðan að Sunna gaf mér þegar ég kíkti í heimsókn til þeirra. Og við erum ekkert að tala um einn á dag, neinei ég er að borða upp í 5-6 stk á dag!!! Jesús ég get bara ekki hætt. Át alltaf bara með Cola bragði en nú er ég líka farin að borða grænann, sem er champagnesmag, asskoti gott :)
En já... Heiða mín ætlar að kíkja til mín á morgun þar sem þau voru að mæta í bæinn frá Salou. Hef lúmskan grun um að hún lumi jafnvel á einni fingurbjörg eða svo handa mér :)


0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home