þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Jahhaajæja...

VIKA + 5 DAGAR framyfir settan tíma!!!!!!!!! Já já og hér er ég enn. Er nú samt alveg merkilega hress :) Fór í skoðun, mónitor og mat í gær, og mónitor og mat í dag. Ætla nú reyndar ekki að setja hér fréttir um útvíkkun eða annað svoleiðis :) en allavegna var losað um belginn bæði í gær og í dag og er ég búin að vera með ágætis verki í dag. Reyndar sagði læknirinn í morgun að hún skildi ekki alveg af hverju ég væri bara ekki komin í fæðingu miðað við að kollurinn er kominn svo neðarlega og miðað við allt og allt. Nú jæja, ef ekkert verður komið á fimmtudag eigum við að mæta kl. 8:15 og þá verð ég sett af stað. Vinsamlegast hugsið því sterkt til mín og sendið mér góða strauma :)

Heimir minn er kominn í fæðingarorlof, og er alveg yndislegt að hafa hann bara alveg heima. Er semsagt komin með þrjár manneskjur sem stjana í kringum mig og banna mér að gera þetta og hitt :)

Jæja, ég vona að þetta verði bara mitt síðasta blogg í bili og næsta blogg verði í boði Júlíu Rósar... og vonandi bara á morgun :) Sjáum til!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home