fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Jæja

ætli það sé ekki réttast að reyna að blogga eitthvað hérna. Nú er maður svona aðeins farinn að átta sig á hlutunum og breyttum aðstæðum. Sú stutta er vikugömul í dag, búin að vera til í heila viku!! :) Ótrúlegt!
Hef verið að velta því fyrir mér hvort ég ætti að hætta með þetta blogg og vera bara á Barnalandinu. Held samt ekki, það er einhvern veginn allt öðruvísi en þetta hérna... ef þið skiljið hvað ég meina. Veit samt ekki hvort ég verði voða dugleg hér, það kemur bara í ljós.

Annars er verið að fara að endursýna Desperate Housewifes í kvöld. Er búin að vera að bíða eftir þessu síðan þeir byrjuðu held ég, þar sem ég missti nú af byrjuninni. Ég átti örugglega að láta einhvern vita af þessu, hvort það var Sunna?! Nei ég man það ekki. En ég bíð spennt :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home