fimmtudagur, ágúst 11, 2005

Jæja...

bara svona til að róa ykkur aðeins, eða kannski aðallega þig Þórey mín :) Fór í mónitorinn í dag og þar komu fram reglulegir samdrættir sem eru búnir að halda sér í allan dag. Ljósurnar bjuggust því alveg eins við því að þetta færi nú að fara að koma, en svo veit maður aldrei... (þoli ekki alla þessa óvissu alltaf!! Vil bara fá þetta á hreint!! Hvenær!!??) allavegna þá er ég komin viku framyfir settan tíma og ég væri því meira en til í að þetta færi nú að koma allt saman :)
Já Halldóra, það er spurning með vefcameru... en held samt ekki :) frekar að ég geri eins og Olla segir, staulist í tölvu að þessu loknu :)
Ég læt ykkur vita hvað verður á morgun... nema að ég eigi kannski bara í nótt!! (Bjartsýn... :))

Góða nótt í bili

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home