fimmtudagur, ágúst 18, 2005

Lítil prinsessa

fæddist í dag 18 ágúst klukkan 14:35. Úrsúla og Heimir fóru uppá Landsspítala klukkan 3 í nótt, klukkan 14:20 þurfti að nota sogklukku til að ná í prinsessuna. Úrsúla hetja fékk engin verkjalyf og síðasta korterið var svakalega erfitt. Litla stelpan er með svart mikið hár, dökkar augabrúnir og blá augu. Ekki var búið að mæla barnið þegar Úrsúla hringdi, móðir og barni heilsast vel :)

Úrsúla var að hafa samband, það er búið að mæla prinsessuna hún er 14 merkur og 51 cm. Foreldrarnir eru komnir í Hreiðrið með litlu stelpuna sína og eru þreytt og sæl.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home