laugardagur, september 17, 2005

Í sælunni

Vá hvað það er langt síðan síðast... En já þá erum við búin að vera hér fyrir austan í heilar þrjár vikur og ég get alveg sagt eins og er að okkur langar EKKERT suður aftur! Mikið óskaplega fer vel um mann hérna á Hótel Mor & Far :) En það er auðvitað ekki hægt að vera endalaust hér, þannig að við förum að huga okkur til hreyfings í lok næstu viku eða um næstu helgi. Held að við förum norðurleiðina aftur (nema það verði ófært - ein svartsýn :)) og stoppum þá á Akureyri eina nótt.

Búið er að skíra dömuna... Ingibjörg Ásdís í höfuðið á ömmum sínum. Held nú að það hafi ekki komið mörgum á óvart :) allavegna ekki fyrra nafnið. Okkur finnst samt mjög skrítið að kalla hana nafninu sínu einhverra hluta vegna. Skrítið að mega allt í einu segja það svo aðrir heyri, því þetta var auðvitað löngu ákveðið. Maður á það til að kalla hana bara einhverju gælunafni, en þetta hlýtur að venjast.

Annars eru allir voða hressir, ég segi það bara enn og aftur að mig langar ekkert að fara suður aftur. Spurning að Heimir fari bara einn og við mæðgur kæmum bara eftir áramót, held nú samt að hann samþykki það ekki :)

Jæja, segi þetta gott í bili... spurning hvað líður langt á milli skrifa næst :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home