Klukk
Ég var víst klukkuð fyrir löngu af þeim Jóhönnu og Þóreyju. Nú sofa þau feðgin þannig að ég ákvað að nota tækifærið í morgunkyrrðinni og drífa þetta af. Svo vessegú:
1. Ég er einkabarn. Og því verður víst ekki breytt héðan af, þannig að ég verð bara að sætta mig við það. Þegar ég var yngri þá óskaði ég mér alltaf að ég myndi annaðhvort eignast systkini eða hund, ég fékk hvorugt! Hmmm, svo er sagt að einbirni fái alltaf allt sem þau biðja um... ja ekki í þessu tilfelli :)
2. Ég þoli illa allar breytingar. Þær fara í mig. Það fer meira að segja alveg með mig ef mamma og pabbi hafa breytt einhverju í Gauksmýrinni, mér óafvitandi. Og það er ekki eins og ég búi þar lengur. Ég myndi til dæmis aldrei höndla það ef húsið yrði selt. Guði sé lof þá eru þau ekkert á þeim buxunum. Ég vil bara hafa allt eins og það hefur alltaf verið, það á að vera svoleiðis.
3. Ég er stundvís manneskja og vil hafa allt akkúrat. Þoli ekki þegar það á að mæta e-s staðar kl. 9 og fólk er að tínast inn alveg til 10. Fólk á að mæta á réttum tíma! Það þýðir líka ekkert að segja við mig um 3 leytið, ég vil fá að vita nákvæmlega, þýðir það korter í 3 eða korter yfir 3! Ekki góður vísir að ferðalagi ef það er seinkun á flugvellinum, fer alveg í mínar fínustu og skapið verður ekki gott. Það var líka ekki alveg í mínum anda þegar dóttir mín ákvað að fæðast ekki á settum degi heldur bíða aðeins lengur... eða í heilar tvær vikur! :)
4. Ég hata reykingar, svo mikið að það jaðrar við bilun. Ég er svo fanatísk að það er ekki eðlilegt. Það er bannað að reykja inni hjá mér og það er líka bannað að reykja úti á svölum, og það er ekkert grín. Lyktin er viðbjóður, svo ekki sé nú talað um lyktina af fólkinu. (Þórey, ég styð þig af heilum hug!!) Ég kaupi t.d. ekki sígarettur fyrir fólk því ég er svo hrædd um hvað fólk hugsi, því ég veit hvað ég hugsa þegar ég sé fólk vera að versla þetta ógeð.
5. Ég hef alla tíð verið "veik" fyrir frægu fólki. Mér finnst alltaf mjög merkilegt þegar ég sé fræga manneskju og verð að koma því strax til skila að manneskjan sé á staðnum. Það geri ég yfirleitt með vissum augngotum eða jafnvel poti og hvísli, ef manneskjan sem er með mér fattar ekki goturnar. Hef samt aldrei skilið þetta því þekkt fólk er víst ekkert merkilegra en ég og þú. Veit ekki hvort þetta sé af því að ég er utan af landi :)
Þar hafi þið það! Er að sjá það núna, er þetta eitthvað neikvæðnis-klukk? Voða mikið eitthvað "þoli ekki" dót, en jæja það verður þá bara að hafa það :) er samt ekkert neikvæð! Þyrfti kannski að koma með "Ég elska" klukk, en neinei látum þetta duga.
Kominn sunnudagur og við erum að fara í kaffi til Heiðu og Mona í dag. Dagurinn í gær var mjög rólegur, við mæðgur bara tvær heima þar sem Heimir skellti sér á rjúpu. Föstudagskvöldinu eyddi svo Heiða hjá okkur yfir Idoli og pizzu, voða gaman.
Auður og Daði eru búin að skíra, litli drengurinn hlaut hið fallega nafn Dagbjartur. Innilegar hamingjuóskir :)
Mér heyrist einhverjir vera farnir að rumska (Ingibjörg ekki Heimir), þannig að ég læt þetta duga í bili. Njótið dagsins!!
Ég var víst klukkuð fyrir löngu af þeim Jóhönnu og Þóreyju. Nú sofa þau feðgin þannig að ég ákvað að nota tækifærið í morgunkyrrðinni og drífa þetta af. Svo vessegú:
1. Ég er einkabarn. Og því verður víst ekki breytt héðan af, þannig að ég verð bara að sætta mig við það. Þegar ég var yngri þá óskaði ég mér alltaf að ég myndi annaðhvort eignast systkini eða hund, ég fékk hvorugt! Hmmm, svo er sagt að einbirni fái alltaf allt sem þau biðja um... ja ekki í þessu tilfelli :)
2. Ég þoli illa allar breytingar. Þær fara í mig. Það fer meira að segja alveg með mig ef mamma og pabbi hafa breytt einhverju í Gauksmýrinni, mér óafvitandi. Og það er ekki eins og ég búi þar lengur. Ég myndi til dæmis aldrei höndla það ef húsið yrði selt. Guði sé lof þá eru þau ekkert á þeim buxunum. Ég vil bara hafa allt eins og það hefur alltaf verið, það á að vera svoleiðis.
3. Ég er stundvís manneskja og vil hafa allt akkúrat. Þoli ekki þegar það á að mæta e-s staðar kl. 9 og fólk er að tínast inn alveg til 10. Fólk á að mæta á réttum tíma! Það þýðir líka ekkert að segja við mig um 3 leytið, ég vil fá að vita nákvæmlega, þýðir það korter í 3 eða korter yfir 3! Ekki góður vísir að ferðalagi ef það er seinkun á flugvellinum, fer alveg í mínar fínustu og skapið verður ekki gott. Það var líka ekki alveg í mínum anda þegar dóttir mín ákvað að fæðast ekki á settum degi heldur bíða aðeins lengur... eða í heilar tvær vikur! :)
4. Ég hata reykingar, svo mikið að það jaðrar við bilun. Ég er svo fanatísk að það er ekki eðlilegt. Það er bannað að reykja inni hjá mér og það er líka bannað að reykja úti á svölum, og það er ekkert grín. Lyktin er viðbjóður, svo ekki sé nú talað um lyktina af fólkinu. (Þórey, ég styð þig af heilum hug!!) Ég kaupi t.d. ekki sígarettur fyrir fólk því ég er svo hrædd um hvað fólk hugsi, því ég veit hvað ég hugsa þegar ég sé fólk vera að versla þetta ógeð.
5. Ég hef alla tíð verið "veik" fyrir frægu fólki. Mér finnst alltaf mjög merkilegt þegar ég sé fræga manneskju og verð að koma því strax til skila að manneskjan sé á staðnum. Það geri ég yfirleitt með vissum augngotum eða jafnvel poti og hvísli, ef manneskjan sem er með mér fattar ekki goturnar. Hef samt aldrei skilið þetta því þekkt fólk er víst ekkert merkilegra en ég og þú. Veit ekki hvort þetta sé af því að ég er utan af landi :)
Þar hafi þið það! Er að sjá það núna, er þetta eitthvað neikvæðnis-klukk? Voða mikið eitthvað "þoli ekki" dót, en jæja það verður þá bara að hafa það :) er samt ekkert neikvæð! Þyrfti kannski að koma með "Ég elska" klukk, en neinei látum þetta duga.
Kominn sunnudagur og við erum að fara í kaffi til Heiðu og Mona í dag. Dagurinn í gær var mjög rólegur, við mæðgur bara tvær heima þar sem Heimir skellti sér á rjúpu. Föstudagskvöldinu eyddi svo Heiða hjá okkur yfir Idoli og pizzu, voða gaman.
Auður og Daði eru búin að skíra, litli drengurinn hlaut hið fallega nafn Dagbjartur. Innilegar hamingjuóskir :)
Mér heyrist einhverjir vera farnir að rumska (Ingibjörg ekki Heimir), þannig að ég læt þetta duga í bili. Njótið dagsins!!
1 Comments:
Bite In The Blog Bark
The war has raised a flurry of questions - are blogs personal diaries in the public domain or can they be legislated? T.R. VIVEK It was just another blog.
book reviews is very important to remember when writing anything these days.
Skrifa ummæli
<< Home