fimmtudagur, október 06, 2005

Íslenski piparsveinninn

Já ég skal segja ykkur... ekki er nú öll vitleysan eins!! Langar mikið að vita hvar í ósköpunum þeir grófu upp þennann kynni?! Ekki að gera sig... Mér fannst þetta svo alltof mikil stæling á amerísku þáttunum, jesús, þeir voru meira að segja með sama kynningarefnið á þættinum (sjávar dæmið)!! Og aumingja Steini (piparsveinninn ef þið fylgist ekki með) hefur sjálfsagt þurft að læra nákvæmlega það sem amerísku piparsveinarnir sögðu hverju sinni! Ohhh þetta var svo hallærislegt, þetta var alveg að fara með mig! :) Hélt ég myndi ekki meika það að horfa á þetta (en trúið mér, ég á eftir að horfa á alla þættina og fylgjast spennt með þessu :)). Er þó mjög stolt af Eskfirðingnum að segja bara NEI!! Gott hjá henni. (Eða eins og Stelpurnar segja: Gott með þig :)). Jiii ég gæti suðað endalaust um þennan þátt en ætla nú samt að halda mig á mottunni og segja þetta gott í bili... eða þangað til næsti þáttur verður :)

Jóhanna farin að biðja um blogg, svona kurteisislega :) En við fjölskyldan komum semsagt heim á miðvikudeginum fyrir viku síðan, gekk allt vel og Ingibjörg virðist kunna einkar vel við sig í bíl, Guði sé lof. Hún þarf að venjast þessu blessunin, en næsti rúntur austur verður tekinn í desember. Stelpan ekki orðin 2ja mánaða og er þegar búin að fara hringinn í kringum landið, það er nú meira en sum borgarbörnin hafa upplifað!! :)
Held að ég nenni ekki að halda úti vefdagbókinni á Barnalandinu, veit að ég á aldrei eftir að skrifa bæði hér og þar. Frekar að ég setji bara fréttir af stelpunni hérna. Verð þó auðvitað með albúmið og skal reyna að vera dugleg að setja inn myndir. (Var einmitt að setja inn í október albúm).

Heimir byrjaði að vinna á mánudaginn. En við mæðgurnar höfum bara spjarað okkur vel, tvær í kotinu. Það gengur voða vel með Ingibjörgu, að vísu hefur maginn eitthvað verið að stríða henni. Hún hefur verið að taka ca. hálftíma rispur á dag þar sem hún er alveg óhuggandi. Þetta byrjaði fyrir 10 dögum síðan eða svo, en svo var allt í lagi með hana bæði í gær og í dag. Vonandi verður þetta ekkert mikið meira, þetta hafi bara verið eitthvað tilfallandi. Það er svo hryllilega erfitt að geta ekkert gert fyrir hana og þurfa bara að hlusta á hana gráta og horfa á krókudílatárin renna niður kinnarnar. Hún róast reyndar þegar maður fer með hana inn á bað og skrúfar frá krananum. Notum það ráð óspart þegar þetta hellist yfir hana. Við megum þó þakka fyrir að þetta er ekki á næturnar, fáum alveg frið þá nema hvað hún vaknar yfirleitt tvisvar til að fá sér að drekka.

En jæja, þetta ætti að duga í bili fyrir ykkur dömur mínar.
Auf Wiederschen.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home