föstudagur, október 28, 2005

Tíminn líður hratt

á gervihnattaöld, segir í vinsælum dægurlagatexta (og svona byrjaði ég líka útskriftaræðuna mína) og eru þetta orð að sönnu. Enn ein helgin að bresta á og að þessu sinni með snjó og látum. Það þýðir bara það að ég er komin í jólaskap. Við mamma kíktum í Kringluna í gærkvöldi og þar er sko búið að hengja upp inni-jólaskrautið. Ég ætlaði að kaupa jólakort í Hans Petersen, svona til að setja mynd, en nei jólakortin ekki komin!! Ég meina það, það er að koma nóvember. Halló!! Sagði líka við mömmu að ef ég réði þarna ríkjum þá hefðu jólakortin komið í lok ágúst! Jiii ég er svo hneyksluð! En ég keypti allavegna jólasokka á Ingibjörgu til að bæta mér þetta upp, og var hún sko sett í þá í dag :) gasalega fínir, bleikir með snjókarli. Keypti svo að sjálfsögðu nýja diskinn með Sálinni... ohhhohooo hann er góður, enda svosem ekki við öðru að búast frá þeim!!

En já sökum veðurs verður mamma kannski bara föst til jóla :) Þau komu á þriðjudag eftir vel heppnaða ferð til Lanzarote, pabbi fór strax austur en mamma er hjá okkur til sunnudags. Þau eru alveg með það á hreinu að við verðum að fara til Lanzarote eftir tvö ár þegar ég verð 30 (shit ég er að verða gömul) og pabbi 55.
Við fórum með Ingibjörgu í skoðun í gær, og er mín dama orðin 61,5 cm og 5,6 kg!! :) Búin að lengjast um 4 og 1/5 cm og þyngjast um 500 gr á þremur vikum. Svaka dugleg. Enda er hún líka komin með fellingar á litlu, mjúku lærin sín :) bara yndisleg.

Hafið það gott um helgina öllsömul og passið ykkur í veðrinu og umferðinni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home