föstudagur, nóvember 18, 2005

3ja mánaða

Ingibjörg Ásdís er þriggja mánaða í dag :) Í gær fórum við í skoðun og í fyrstu sprautuna. Jesús minn, ég hélt ég myndi ekki meika það! Er búin að kvíða fyrir þessu í ca. mánuð og svo hefur kvíðinn farið stigvaxandi eftir því sem nær hefur dregið. En þetta var nú minna mál en ég hélt, að vísu grét hún auðvitað þegar nálinni var stungið á kaf í lærið á henni (okey, svolítið ýkt, en common þetta var nú fyrsta sprautan) en svo var það eiginlega bara búið. Hún virtist ekkert finna meira fyrir þessu, og var bara hin hressasta í allan gærdag og hitalaus, Guði sé lof. Vaknaði svo með bros á vör í morgun :)
Annars er stelpan orðin 63,5 cm og 6,2 kg, búin að lengjast um 2 cm síðan í síðustu skoðun og þyngjast um 580 gr. Hún er yfir meðalkúrfunni og allt voða fínt... stolt móðir semsagt!! :)

Ég fór niður í vinnu í fyrradag, sprengiútsala á Nike vörunum. Og svona ykkur að segja þá er ég búin að kaupa jólagjafir fyrir yngstu kynslóðina (upp að 14 ára) fyrir næstu tvö árin!! Er að segja ykkur það!! Jeramías, ekkert smá ánægð með mig! Heimir á bara ekki til orð yfir þessu líka flotta skipulagi hjá konunni :)

Jóhanna Björg kom og kíkti á okkur mæðgur í gær, voða gaman að sjá hana og hitta almennilega eftir langann tíma.

Kláraði bókina Myndin af pabba, í gærkvöldi. Rosaleg bók í einu orði sagt! Ráðlegg nú Júlíu Rós að reyna að klára hana, en hún gat bara ekki lesið hana. Enda er hún alveg hræðileg á köflum.

En það er Idol í kvöld... Heiða og Símon koma í mat. Ætla að gera svaka góðann kjúklingarétt, einn af mörgum sem ég hef fengið uppskrift af hjá henni Júlíu Dröfn, hún klikkar nú ekki í eldhúsinu!
Góða helgi gott fólk!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home